City Select syskinapakki/Tvíburapakki


Pakki: 1 - City Select og Deluxe burðarrúm
Verð:
Tilboðs verð159.900 kr

Lýsing

Geggjaðir Baby Jogger City Select pakkar sem henta fólki sem þurfa kerru/vagn fyrir systkini eða tvíbura. 

Sérhönnum pakka fyrir mismunandi aðstæður. Hér höfum við sett saman 3 mismunandi pakka en margir aðrir möguleikar í boði til að sníða að þörfum hvers og eins.

Pakki 1

 • Baby Jogger City Select kerra
 • Baby Jogger Deluxe vagnstykki

Hentar t.d. fjölskyldum með börn á mismunandi aldri. Annað barnið í vagnstykki og hitt í kerrusæti.

Pakki 2

 • Baby Jogger City Select kerra
 • Auka sæti á City Select

Hentar t.d. fjölskyldum sem eru með tvö börn sem þurfa að sitja í kerrusæti.

Pakki 3

 • Baby Jogger City Select kerra
 • Tveir Nuna Pipa Lite bílstólar, tvö base og bílstólafestingar

Hentar fjölskyldum með tvo nýbura. Seinna meir hægt að kaupa auka sæti á kerruna.

Baby Jogger City Select Kerra

City Select kerran frá Baby Jogger er einstök fjölnota kerra sem gerir þér kleypt að aðlaga kerruna að þörfum þínum og barnanna þinna. Hægt er að nota kerruna fyrir eitt eða tvö börn. Allt eftir því hvað henntar hverju sinni.

 • 16 fjölhæfar samsetningar (búnaður til að breyta kerrunni í systkinakerru er seldur sér)

 • Handbremsa

 • 12″ stór loftlaus bakhjól og 8″ tvöfalt framhjól með „quick-release“ hraðtengibúnaði, fjöðrun og lokuðum kúlulegum

 • Sæti sem hægt er að leggja niður til að auka þægindi barnsins

 • Hlíf með þremur stillingum og glugga sem hægt er að færa 5 sm. upp á við til að auka plássið

 • Stillanlegt 5 punkta öryggisbelti

 • Stillanlegur fótaskemill sem veitir aukastuðning fyrir yngri börn

 • Handfang sem hægt er að draga út

 • Stór geymslukarfa sem hægt er að ná til frá öllum hliðum

 • Öryggisband til að halda í þegar búið er að brjóta kerruna saman

 • Burðargeta hvers sætis er 20 kg.

 • Þyngd12,7 kg

Nuna Pipa Lite bílstóll og base

Nuna Pipa Lite. Sá allra léttasti! Aðeins 2,6 kg og án innleggs og skermis aðeins 2.3 kg. Bílstóll og base selt saman.

 • Hægt er að festa base-ið bæði með Isofix og bílbelti (en stólinn er ávalt festur í base-i)
 • Þvotthelt Merino ull og lyocell innlegg sem veitir ákjósanlegt hita & rakastig fyrir litla farþegann þinn
 • Memory Foam í höfuðpúða fyrir hámarks þægindi
 • Hægt að taka ungbarnainnlegg úr þegar barn stækkar
 • Aeroflex svampur í sæti sem er einstaklega léttur og dregur í sig högg
 • UPF 50+ Vörn í skyggni
 • Fyrir 0-13Kg
 • 3 punkta belti og öflug hliðarvörn
 • Öryggistaðall ECE.R44/04
 • Hægt að festa á Baby Jogger og fleiri kerrur með bílstólafestingum (seldar sér)
 • Af öryggisástæðum er ekki hægt að skila bílstólum né base-um. Við bjóðum upp á að máta bílstólinn og base-ið í bílinn ef þess er óskað í verslun okkar til að ganga úr skugga um að hann passi. 

Baby Jogger Deluxe Vagnstykki

 • Innanmál  73 x 33,5 x 23 cm
 • Hámarksþyngd 9 kg.
 • Vandað og vel bólstrað
 • Góð dýna
 • Rennilás í skermi til að auka loftflæði
 • Innfellanlegt skyggni í skermi

Þú gætir haft áhuga á