Lýsing
Skemmtilegt og litríkt leikteppi frá Ingenuity með fullt af hlutum fyrir barnið til að leika sér með. Þar má telja "tummy time" púða, spegil og nokkrar hringlur.
Stöngin yfir leikteppið er úr við og leggst auðveldlega saman, því hentar teppið bæði heima og á ferðinni.
Botninn er mjög mjúkur og þægilegur fyrir barnið, hægt að snúa honum á tvo vegu í mismunandi lit.
Hentar börnum frá fæðingu.
Leikteppið má setja í þvottavél á 30°.