Persónuvernd
Persónuverndarstefna
Velkomin á vefsíðu Húsgagnaheimilisins sem er í eigu og rekstri Barnaheimilið ehf kt. 700616-0960
Persónuupplýsingar
Barnaheimilið leggur áherslu á öryggi persónuupplýsinga viðskiptavina sinna og að farið sé með allar persónuupplýsingar í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga (Persónuverndarlögin).
Við leggjum áherslu á að vinnsla á persónugreinanlegum upplýsingum sé takmörkuð að því marki að hægt er til að veita þá þjónustu sem viðskiptavinir biðja um. Öll vinnsla á upplýsingum um viðskiptavini er gerð á ábyrgan, öruggan og löglegan hátt.
Hvaða persónuupplýsingum söfnum við og hvers vegna?
1. TIL ÞESS AÐ VINNA MEÐ OG HALDA UTAN UM PANTANIR OG VÖRUKAUP
Unnið er með persónuupplýsingar til þess að:
Afhenda keypta vöru (þ.m.t. tilkynningar um stöðu pöntunar og til að hafa samband vegna spurninga/upplýsinga um afhendingu). Hjálpa til við vöruskil, kvartanir og ábyrgðarmál.
Tegundir upplýsinga sem er unnið með:
Nafn
Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer)
Greiðsluupplýsingar (s.s. upplýsingar um færslur, dagsetningu færslna og þ.h)
Kennitala
Greiðslusaga
Pöntunarsaga, s.s. hvaða vara var keypt og hvert hún var send
2. TIL ÞESS AÐ HAFA UMSJÓN MEÐ AÐGANGI ÞÍNUM AÐ ÞÍNUM SÍÐUM.
Unnið er með persónuupplýsingar til þess að:
Veita heimild til innskráningar.
Geta staðfest persónuupplýsingar.
Halda upplýsingum réttum og uppfærðum
Gera okkur fært að fylgjast með pantanasögu.
Halda utan um stillingar og upplýsingar tengdum greiðslusögu og greiðsluleiðum
Gera þér kleyft að vista innkaupalista/óskalista, gera tillögur að innkaupalista eða öðrum leiðum til að einfalda hlutina fyrir þér. Greiningar eru gerðar til að gera okkur þetta kleyft.
Tegundir upplýsinga sem er unnið með:
Nafn
Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer)
Notandanafn og lykilorð
Upplýsingar um vörukaup
Upplýsingar um tölvuna þína, símann eða önnur tæki sem þú notar og stillingar þeirra.
Greiðslusaga
Kennitala
3. TIL ÞESS AÐ MARKAÐSSETJA VÖRUR OG ÞJÓNUSTU
Unnið er með persónuupplýsingar til þess að:
Mæla með viðeigandi vörum, gera tillögu að innkaupalistum, minna á gleymdar/geymdar vörukörfur eða vista óskalista/innkaupalista til að einfalda framtíðarkaup eða álíka
Senda markaðsskilaboð í gegnum tölvupóst, símaskilaboð, samfélagsmiðla og sambærilega rafræna samskiptamiðla.
Tegundir upplýsinga sem er unnið með:
Nafn
Kennitala
Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer)
Aldur
Búseta
Upplýsingar um hvernig viðskiptavinur notar vefsíður og aðra rafræna miðla fyrirtækisins.
Upplýsingar um vörukaup.
Gögn sem notandi býr til (t.d. smellir á vefsíðu og vefflettingar).
Til að skilja hvers kyns markaðssetningu ætti að nota, greinum við:
Hvernig vefsíður og vefmiðlar eru notuð (t.d. hvaða vefsíður og hlutar vefsíðna hafa verið heimsótt og hverju hefur verið leitað að).
Vörukaupasaga
4. TIL ÞESS AÐ GETA FRAMKVÆMT OG HALDIÐ UTAN UM ÞÁTTTÖKU Í KEPPNUM OG VIÐBURÐUM
Unnið er með persónuupplýsingar til þess að:
Eiga samskipti við þátttakendur í keppnum.
Eiga samskipti við þátttakendur fyrir og eftir viðburði (t.d. staðfestingar, tilkynningar, spurningar)
Geta staðfest aldur og aðrar nauðsynlegar upplýsingar.
Velja vinningsahafa og koma vinningum til skila.
Tegundir upplýsinga sem er unnið með:
Nafn
Kennitala eða aldur
Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer)
Upplýsingar sem eru gefnar upp til að taka þátt í keppni/leik.
Upplýsingar sem eru gefnar upp í tengslum við viðburð.
5. TIL AÐ HALDA UTAN UM ATHUGASEMDIR/KVARTANIR VEGNA ÞJÓNUSTU
Unnið er með persónuupplýsingar til þess að:
Eiga samskipti við viðskiptavini í gegnum síma eða rafræna miðla (þ.m.t. samskiptamiðla)
Gera okkur fært að auðkenna viðskiptavini.
Gera okkur fært að rannsaka kvartanir og geta stuðst við gögn (m.a. með hjálp tækninnar).
Tegundir upplýsinga sem er unnið með:
Nafn
Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer)
Bréf, tölvupóstar, símaskilaboð eða aðrar upplýsingar veittar vegna athugasemdar/kvörtunar.
Upplýsingar um kaupdag, staðsetningu vörukaupa eða vörugalla/kvartanir.
Notandaupplýsingar frá netaðgangi, t.d. þegar viðskiptavinur á í vandræðum með að innskrá sig.
Tækniupplýsingar frá þínum tækjum.
Kennitala
6. TIL AÐ UPPFYLLA LAGALEGAR SKYLDUR
Unnið er með persónuupplýsingar til þess að:
Uppfylla lagalegar skyldur, eins og lög á hverjum tíma krefjast, skv. dómsúrskurði eða annað álíka. Slíkar skyldur geta t.d. varðað öryggisskuldbindingar vegna vöru og því gætum við þurft að láta af hendi samskipti eða upplýsingar til almennings og/eða viðskiptavina, er varða ábendingar um vörur eða innköllun vara, t.d. vegna galla eða áhrifa á heilsu.
Tegundir upplýsinga sem er unnið með:
Nafn
Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer)
Bréf, tölvupóstar, símaskilaboð eða aðrar upplýsingar veittar af viðskiptavini
Upplýsingar um kaupdag, staðsetningu vörukaupa eða vörugalla/kvartanir.
Notandaupplýsingar frá netaðgangi
Kennitala
Greiðsluupplýsingar
7. TIL AÐ LEGGJA MAT Á, ÞRÓA OG BÆTA ÞJÓNUSTU OKKAR, VÖRUR OG KERFI FYRIR VIÐSKIPTAVINI ALMENNT
Unnið er með persónuupplýsingar til þess að:
Gera þjónustuna notendavænni, t.d. með því að breyta viðmóti til að einfalda flæði upplýsinga eða til að gera mikið notaða eiginleika rafrænna miðla meira áberandi.
Skrásetja upplýsingar til þess að bæta ferla er varða vöruflæði, t.d. með því að spá fyrir um sölur, birgðastöðu og sendingar.
Skrásetja upplýsingar til þesss að bæta vöruframboð.
Skrásetja upplýsingar til þess að auka skilvirkni með umhverfi og samfélagslega ábyrgð í huga, t.d. með því að straumlínulaga innkaup og afhendingar.
Skrásetja upplýsingar til þess að undirbúa fyrir opnun nýrra verslana og birgðageymsla
Veita þér tækifæri til að hafa áhrif á vöruframboðið sem við bjóðum upp á.
Skrásetja upplýsingar til að bæta tölvu- og tæknibúnað til að auka öryggi viðskiptavina og þeirra sem heimsækja vefmiðla okkar.
Tegundir upplýsinga sem er unnið með:
Gögn sem notandi býr til (t.d. smellir á vefsíðu og vefflettingar).
Aldur
Búseta
Bréf, tölvupóstar, símaskilaboð eða aðrar upplýsingar veittar af viðskiptavini
Tæknilegar upplýsingar sem snúa að þeim tækjum sem notuð eru og stillingar, s.s. tungumálastillingar, IP tölur, vafrastillingar, tímabelti, stýrikerfi, skjástillingar o.fl.
Upplýsingar um notkun þína, t.d. á hvaða hátt þjónustur voru notaðar, hvernig innskráningu var háttað, hvar og hversu lengi ýmsar síður voru heimsóttar, viðbragðstími, villur við niðurhal, hvernig hægt er að tengjast þjónustum og hvenær farið var úr þjónustum, o.s.frv.
Til þess að gera þetta þá framkvæmum við greiningar á heildargögnum (ekki á einstaklingum), varðandi:
Hvernig vefsíður okkar og aðrir rafrænir miðlar eru notuð (t.d. hvaða síður eða síðuhlutar hafa verið heimsótt og að hverju hefur verið leitað).
Vörukaupasaga
Aldur
Landfræðilegar og/eða lýðfræðilegar upplýsingar
Upplýsingar frá viðskiptavinum, veittar m.a. með könnunum
Gögn út tækjum viðskiptavina og tæknilegar stillingar.
8. TIL ÞESS AÐ FYRIRBYGGJA MISNOTKUN Á ÞJÓNUSTU EÐA TIL AÐ RANNSAKA OG KOMA Í VEG FYRIR GLÆPI GEGN FYRIRTÆKINU
Unnið er með persónuupplýsingar til þess að:
Rannsaka eða koma í veg fyrir svik eða aðra misnotkun t.d. skrásetning tilvika í verslunum.
Koma í veg fyrir ruslpóst, áreiti, innskráningar án leyfis eða aðrar óleyfilegar aðgerðir.
Vernda og bæta tölvu- og tækniumhverfi gegn árásum
Tegundir upplýsinga sem er unnið með:
Vörukaupa- og notkunarupplýsingar (t.d. smellir á vefsíðu og vefflettingar).
Kennitala
Myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum.
Tæknilegar upplýsingar sem snúa að þeim tækjum sem notuð eru og stillingar, s.s. tungumálastillingar, IP tölur, vafrastillingar, tímabelti, stýrikerfi, skjástillingar o.fl.
Upplýsingar um hvernig rafrænar þjónustur okkar eru notaðar.
Persónugreinanleg gögn kunna að vera færð til samstarfsaðila Barnaheimilisins til þess að hægt sé að vinna með þau t.d. þegar kemur að markaðssetningu, dreifingu, flutning, greiðsluleiðum og tækniþjónustu. Þegar persónugreinanlegum gögnum er deilt með samstarfsaðilum þá eiga gögnin einungis að vera meðhöndluð í samræmi við tilgang Barnaheimilisins við gagnasöfnunina.
Við kunnum að deila persónuupplýsingum þínum ef þess er krafist samkvæmt lögum eða ef þú brýtur þjónustuskilmála okkar. Þannig getur Barnaheimilið þurft að veita stjórnvöldum (t.d. lögreglu og skattayfirvöldum) persónugreinanlegar upplýsingar.
Smákökur (cookies)
Vafrakökur eru litlar textaskrár sem geymdar eru á vafra notenda. Barnaheimilið notar vafrakökur á vefsíðu sinni til að auðkenna notendur. Notkun á vafrakökum gerir Barnaheimilinu því kleift að veita notendum betri upplifun og stuðla að frekari þróun vefsíðunnar.
Vafrakökur hafa ólíkan tilgang en sumar þeirra eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsvæða. Þær kökur eru ekki háðar samþykki notenda heldur byggir notkun þeirra á lögmætum hagsmunum Barnaheimilisins, sem felast í því að geta veitt góða upplifun á vefsíðu sinni og til að stuðla að frekari þróun hennar.
Aðrar vafrakökur eru notaðar t.d. vegna greininga á vefsvæðum, fyrir stillingar á vefsvæðum og markaðssetningu. Notendur þurfa að veita samþykki fyrir notkun á þeim vafrakökum.
Vafrakökur hafa einnig ólíkan gildistíma. Ákveðnar vafrakökur virka einungis á meðan vafri er opinn og er eytt þegar honum er lokað (e. session cookies) en aðrar vafrakökur hafa lengri gildistíma.
Notendur geta lokað á vafrakökur með því að breyta stillingum á vafra. Með þeim hætti geta notendur dregið til baka samþykki sitt fyrir notkun á vafrakökum. Athuga skal að ef lokað er á allar kökur, þ.m.t. nauðsynlegar kökur, mun það hafa áhrif á virkni vefsíðunnar.
Nánari upplýsingar um hvernig stilla má vafrakökur á mismunandi vöfrum má finna hér: http://www.aboutcookies.org.uk/managing-cookies
Bókhaldsgögn
Bókhaldsgögn Barnaheimilisins eru vistuð í samræmi við öryggiskröfur persónuverndarlaganna og laga um færslu bókhalds og varðveislu þess. Geymsla og vistun slíkra upplýsinga miðast við lög þess efnis.
Takmörkun ábyrgðar
Að því marki sem gildandi lög heimila, ber Barnaheimilið enga skaðabótaábyrgð vegna atvika sem upp kunna að koma vegna þess hvernig þjónustan er notuð eða hún útveguð, nema ef hægt er að rekja slík atvik til stórfeldrar/vítaverðrar vanrækslu eða misferlis af ásetningi af hálfu þess.
Barnaheimilið ber enga ábyrgð á töfum sem verða á þjónustunni eða því að þjónustan virki ekki sem skyldi vegna óviðráðanlegra atvika.
Lög og varnarþing
Þessi persónuverndarstefna er í samræmi við íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann að rísa eða í tengslum við persónuverndarstefnuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef ekki er hægt að leysa úr honum á annan hátt.
Samþykki þitt
Með því að nota síðuna okkar samþykkir þú persónuverndarstefnu okkar og breytingar sem kunna að verða á henni.
Ef persónuverndarstefnu okkar verður breytt mun dagsetningunni hér að neðan verða breytt.
Þessari persónuverndarstefnu var síðast breytt 27. desember 2019.
Hvernig afturkalla ég samþykki mitt?
Ef þér snýst hugur eftir að þú hefur veitt okkur ofangreindar upplýsingar getur þú afturkallað samþykki þitt til okkar með því að hafa samband við okkur í gegnum netfangið að neðan.
Barnaheimilið ehf / husgagnaheimilid.is
kt. 700616-0960
husgogn@husgogn.is