Að skipta og skila vöru: Viðskiptavinur hefur heimild samkvæmt lögum nr. 46/2000 um húsgöngu og fjarsölusamninga að skila vöru innan 14 daga og fá endurgreitt án þess að að tilgreina nokkra ástæðu. Við áskilum okkur rétt til að varan sé í upprunalegum óskemmdum umbúðum þegar henni er skilað og framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Frestur til að falla frá þessum samnningi rennur út 14 dögum eftir daginn þegar þér eða þriðji aðili annar en flutningsaðilli, sem þér hafið tilgreint, hefur í reynd fengið vöruna í sína vörslu. Til þess að nýta réttin til að falla frá samningnum þurfið þér að tilkynna okkur, Húsgagnaheimilið - Barnaheimilið ehf, Fossaleyni 2, 112 Reykjavik, Sími 586 1000 netfang: husgogn@husgogn.is, ákvörðun yðar um að falla frá samningnum með ótvíðræðri yfirlýsingu (t.d., bréfi sendu í pósti, símbréfi eða tölvupósti) Til þess að uppsagnarfrestur teljist virtur nægir þér að senda tilkynningu yðar um að þér neytið réttar yðar til að falla frá samningi áður en uppsagnarfrestur rennur út. Ef þér fallið frá samningi munum við endurgreiða yður allar greiðslur sem við höfum fengið frá yður, þ.m.t. afhendingarkostnað (að undanskildum viðbótarkostnaði vegna þess að þér hafið valið annan afhendingarmáta en ódýrasta staðlaða afhendingarmáta sem við bjóðum), án ástæðulausrar tafar og alla jafna eigi síðar en 14 dögum eftir þann dag þegar okkur var tilkynnt um ákvörðun yðar um að falla frá þessum samningi. Við munum endurgreiða yður með því að nota sama greiðslumiðil og þér notuðu í upphaflegu viðskiptum, nema þér hafið samþykkt annað sérstaklega; í öllum tilvikum þurfið þér ekki að endurgreiða neinn kostnað af þessari endurgreiðslu. Við getum haldi eftir endurgreiðslu þar til við höfum fengið vöruna aftur eða þér hafið lagt fram sönnun fyrir endursendingu hennar, hvort sem kemur á undan. Þér þurfið að endursenda vöruna eða afhenda okkur hana, án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en 14 dögum eftir daginn sem þér tilkynnið okkur ákvörðun yðar um að falla frá samningnum. Fresturinn skal teljast virtur ef þér endursendið vöruna fyrir lok 14 daga tímabilsins. Þér þurfið að að bera beinan kostnað af endursendingu vörunar. Þér eruð aðeins ábyrg(ur) fyrir allri rýrnun á verðgildi vörunar sem stafar af meðferð hennar annarri en þeirri sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar.

Gölluð vara: Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingarkostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist.