Lýsing
Eitt okkar vinsælasta, glæsilegt og klassískt rimlarúm frá Woodies sem hægt er að aðlaga að aldri barnsins. Hjól með bremsu undir rúmið fylgja með, naghlíf er á báðum langhliðum og þrjár hæðarstillingar á dýnu.
Hægt er að taka af aðra langhliðina og setja hliðar öryggisslá í staðinn, (daybed slá sem er keypt sér) þegar barnið stækkar og gagnast þá rúmið betur og nýtist lengur.
Rúmið er ætlað börnum frá fæðingu upp að ca. 3 ára aldri.
Einnig er hægt að taka þrjá rimla úr annari rúmhliðinni þannig barnið getið komið sér sjálft í og úr rúminu þegar dýna er i neðstu hæð.
Stærð: Utanmál 65 x 125 x 90 cm (BXLXH)
Dýnustærð: 60 x 120 cm. Verð er á tréverki, fylgihlutir eru seldir aukalega.