Demi Next - 4in1 Pakki


Color: Demi-Caviar
Bílstóll: Pipa Next
Verð:
Tilboðs verð269.900 kr

Lýsing

Geggjaður Nuna Demi Next pakki með öllu sem þú þarft. NUNA aukahlutapakki að verðmæti rúmlega 30.000 kr fylgir með þessum pakka út júlí.

Innifalið í pakknum er:

 • Nuna Demi Grow kerra
  • Litir: Caviar, Cedar & Pine
  • Nuna bílstóll og snúnings base
   • Nuna Pipa Next eða Nuna Arra Next 
  • Deluxe Vagnstykki
  • Regnplast fyrir kerrusæti og vagnstykki,öryggisslá og bílstólsfestingar.

   

  Nuna Demi Next kerra

  Ný útgáfa af þessari frábæru og vinsælu kerru frá Nuna!  Nú tekur hún 22kg í sæti, hefur möguleika á systkinapalli er meðal annars með stærri framdekk, betri skerm og nýjan fótskemil, organic innlegg.
  • Hægt er að snúa kerrusæti í báðar áttir.
  • Hægt er að fá aukasæti á kerruna og breyta henni í systkina/tvíburakerru (hægt er að hafa á 25 mismunandi vegu).
  • Auðvelt er að leggja kerruna saman.
  • Hægt er að setja vagnstykki og bílstól á kerruna (Fullkomin með Nuna Pipa next & Arra next bílstólnum!).
  • Stillanleg fjöðrun á afturdekkjum fyrir bestu ferðina.
  • Stillanlegur fótskemill.
  • Kjálkar fylgja með sem hægt er að nota til þess að hækka upp kerrusætið eða vagnstykkið.
  • Getur staðið sjálf þegar það er búið að leggja kerruna saman.
  • Það fylgja með 2 kerru skermar annar er vatnsfráhrindandi skermur með UPF 50+ vörn sem er hægt að lengja. Hinn loftar einstaklega vel og er með innbyggt flugnanet og UPF 50+ vörn.
  • Hlíf yfir dekkjum til að vernda kerruna fyrir óhreinindi frá jörðinni.
  • Sterk froðufyllt gúmmí dekk sem henta vel í allt undirlag.
  • 5 punkta belti með segul læsingu.
  • Fótbremsa.
  • Heildarþyngd kerru er 14,7 Kg
  • Það sem fylgir kerrunni er kerru grind, kerrusæti, bílstólafestingar (2 sett), regnplöst.

   Nuna Arra next & Base Next

   Það sem einkennir stólinn er að hægt er að halla bakinu á honum í 157°, þannig það fari betur um barnið í stólnum. ARRA Next hefur það fram yfir marga aðra stóla, sem hægt er að leggja bakið niður, að það má keyra bílinn með bakið niðri.
   • Kemur á snúnings base-i (Base Next) sem hægt er að snúa í 360° og passar einnig á stól nr 2 (NUNA Todl)
   • Hægt að nota frá fæðingu fram til ca. 15 mánaða (13 kg) - (hæð barns 40-85 cm).
   • Bílstóllinn er 3,5 kg án ungbarnainnlegs og skyggni.
   • 3 hallastillingar á baki. Fer lægst í 157°.
   • Vann hönnunarverðlaun Red Dot 2020
   •  Öryggisstaðall UN R129/02 (i-Size).
   • 10 hæðastillingar fyrir höfuðpúða.
   • Ungbarnainnlegg úr merinoull & tencel.
   • Fær ADAC einkunina 1,8 (good)
   • Af öryggisástæðum er ekki hægt að skila bílstólum né base-um. Við bjóðum upp á að máta bílstólinn og base-ið í bílinn ef þess er óskað í verslun okkar til að ganga úr skugga um að hann passi. 

     Nuna vagnstykki/burðarrúm

     • L 83 x W 42 x H 60 cm
     • Þyngd 5 Kg
     • Hefur "Dream drape" gardínur
     • Hægt að leggja auðveldlega saman 
     • UPF 50+ vörn í skermi
     • "Non Slip" vörn á vagnstykki
     • Hægt að lofta vel í gegnum skermi og vagnstykki með rennilás
     • Leynihólf
     • Vönduð og góð dýna

     Þú gætir haft áhuga á