CARI Next - Vagnstykki fyrir Mixx,Demi & Triv


Verð:
Tilboðs verð39.900 kr

Lýsing

Nuna CARI Next er einstök vara frá Nuna sem er sambland af bílstól og burðarrúmi.

CARI Next er hluti af Next línuni frá Nuna og passar á BASE Next og má því fara í bílinn eins og venjulegur bílstóll.

Hægt er að nota Nuna Cari með Nuna Mixx next, Demi Grow,Demi Next og Triv.

Burðarrúmið er aðeins 3,6 kg og er ætlað börnum frá fæðingu upp að 9 kg.

Hægt er að setja burðarrúmið á Nuna kerrur á einfaldan hátt.

CARI Next fer alveg í lágrétta stöðu og fer því mjög vel um í burðarrúminu, t.d. þegar það á að fara í langa keyrslu.

Stór og mikill skermur með UPF 50+ sólarvörn og Sky Drape™.

3-punkta öryggisbelti.

CARI Next er með mjög góða öndun og er einnig með lítið geymsluhólf til fóta hjá barninu.

Ungbarnainnlegg úr lífrænu efni sem hægt er að fjarlægja þegar barnið eldist.

Mjúk og góð dýna úr lífrænum efnum. Dýnan kemur í áklæði og með laki sem má bæði þrífa í þvottavél.

CARI Next festist á BASE Next í bílnum. BASE Next er aðeins hægt að festa með Isofix. 

Aðeins notað GOTS (vottaður lífrænn bómull) í kringum barnið.

Nuna hugsar um hvert smáatriði í sínum vörum. Þar má t.d. nefna leður í haldfangi og segla í Dream Drape™ til að vekja ekki barnið þegar það sefur.

Stærð: 81 x 44 x 59 cm (LxBxH)

Þú gætir haft áhuga á