City Mini 2 - 4in1 Pakkatilboð


Pakki: Kerra & Vagnstykki
Verð:
Tilboðs verð109.000 kr

Lýsing

Geggjuð pakkatilboð á Baby Jogger City Mini 2 og aukahlutum sem henta hverjum og einum. Allt sem þú þarft fyrir barnið í einum pakka.

 

Mismunandi pakkatilboð sem hver og einn getur valið um. 

1. Kerra og vagnstykki.

2. Kerra, bílstóll, 360° base og bílstólafestingar. 

2. Kerra, vagnstykki, bílstóll, 360° base og bílstólafestingar - ALLUR PAKKINN! 
Baby Jogger City Mini 2 Kerra

Baby Jogger City Mini 2 er frábær kerra fyrir þau sem vilja mjög létta og þægilega kerru sem auðvelt er að taka með sér á ferðina eða til útlanda. Kerran er ekki nema 8,5 kg. og mjög auðvelt er að brjóta hana saman og tekur hún lítið pláss.

Þægindi barnsins eru í fyrirrúmi í City Mini 2. T.d. er hægt að fella bakið nánast alveg aftur í lágrétta stöðu og setja upp fótaskemil, sem hentar vel þegar barnið er sofandi.

Hægt er að nota kerruna eina og sér eða nota hana frá fæðingu, þá með bílstól og vagnstykki sem er selt sér.

Helstu kostir Baby Jogger City Mini eru:

 • "Quick Fold“ tæknin sem Baby Joggers hefur einkaleyfi fyrir gerir þér kleift að brjóta kerruna saman í einu handtaki.
 • Skermur með UV 50+ vörn
 • Fótskemill
 • Snúningshjól að framan með fjöðrun.
 • Fótbremsa
 • Hlíf með þremur stillingum og glugga
 • Sérlega vel fóðrað sæti sem hægt er að leggja nánast niður í lágrétta stöðu.
 • Loftræstinet þegar sætið er í láréttri stöðu. Regn- og vindhlíf er fáanleg sem smellpassa á kerruna (selt sér).
 • Stillanlegt 5 punkta öryggisbelti með axlapúðum.
 • Sjálfvirkur lás sem heldur kerrunni saman þegar hún er flutt.
 • Kerran þolir börn upp að 22,5 kg.
 • Stór geymslukarfa undir kerru með aðgengi bæði framan og aftan. Karfan þolir 4,5 kg.
 • Heildarburðargeta 27 kg.
 • Kerran vegur aðeins 8,5 kg.

   Nuna Pipa Next bílstóll og 360° base

  Nuna Pipa Next er einn allra flottasti barnabílstóllinn sem er í boði á markaðnum í dag. Hann hefur skorað einna hæðst í ADAC prófunum en á sama tíma er hann mjög léttur, vegur aðeins 2,8 kg. Bílstólinn er hægt að nota án base og það má taka hann með sér í flugvél.

  • Fyrir 0 - 13 kg. (ca. 0 - 18 mánaða)

  • 3 punkta öryggisbelti og öflug hliðarvörn

  • Innlegg úr merinoull, sem hægt er að þvo og veitir ákjóstanlegt hita- og rakastig fyrir barnið.

  • Memory Foam í höfuðpúða fyrir hámarks þægindi

  • Hægt að taka ungbarnainnlegg úr þegar barn stækkar

  • Klassískur NUNA skermur með "Dreamdrapes" skyggni

  • Samþykktur í flugvél ("TUV aircraft certification")

  • Sjálfvirk hliðarvörn í base-i
  • Hægt að nota bístól án base og festa með bílbelti

  • Festist með isofix/bílbelti sýnir grænt á base-i þegar bílstólinn er rétt festur 

  • Hægt að nota með Baby Jogger kerrum (festingar seldar sér)

  • Af öryggisástæðum er ekki hægt að skila bílstólum né base-um. Við bjóðum upp á að máta bílstólinn og base-ið í bílinn ef þess er óskað í verslun okkar til að ganga úr skugga um að hann passi


   

  Baby Jogger vagnstykki

  • Vagnstykki sem smellist ofan á City Mini 2
  • 71 x 33.5 x 17 cm
  • Hámarksþyngd 9 kg.
  • Vandað og vel bólstrað
  • Handfang í skermi
  • Góð dýna
  • Rennilás í skermi til að auka loftflæði
  • Innfellanlegt skyggni í skermi

  Þú gætir haft áhuga á