TRVL ferðapakkinn


Color: Trvl-Caviar
Bílstóll: PIPA UBRN (Litur: Caviar)
Verð:
Tilboðs verð109.800 kr

Lýsing


Nuna TRVL (TRAVEL) kerra og Nuna Pipa URBN bílstóll er rétti pakkinn fyrir þau sem vilja geggjaða borgarkerru eða fullkomna kerru í sumarfríið og léttann og öruggann bílstól.

Það sem er innifalið í pakknum er:

- Nuna TRVL kerra 

- Nuna Pipa URBN bílstóll eða Pipa next

- Með kerrunni fylgir öryggislá

 

NUNA TRVL KERRA

Helstu eiginleikar Nuna TRVL eru:

  • Red Dot verðlaunahafi árið 2021.
  • Sker sig frá mörgum öðrum ferðakerrum sem eru á markaðnum með því að henta börnum frá fæðingu.
  • Þyngd aðeins 7 kg. 
  • Lúxus borgarkerra eða í ferðalagið. Bæði létt og lipur.
  • Nuna Travel System. Hægt að festa Nuna PIPA bílstóla á kerruna án bílstólafestinga.
  • Auðvelt að brjóta kerruna saman með einu handtaki og kerran tekur lítið pláss þegar búið er að brjóta hana saman.
  • Stendur sjálf þegar búið er að brjóta hana saman.
  • Ótrúlega létt kerra sem auðvelt að halda á með burðarólum eða handfangi þegar hún er brotin saman.
  • Fjöðrun á öllum hjólum.
  • Hægt að læsa framhjólum.
  • "One touch" bremsukerfi á afturhjóli.
  • Lúxus leðurlíki á öryggisslá fyrir börnin og á handföngum til að ýta kerruni.
  • Mjög hátt sæti (49 cm) gerir það að verkum að geymsluplássið undir kerruni er mjög mikið.
  • Hægt að leggja bakið á sætinu vel niður.
  • Hægt að nota kerruna við matarborð því sætið er svo hátt.
  • MagneTech Secure Snap™, segullæsing á öryggisbeltum.
  • Stór og góður skermur með UPF 50+ sólarvörn.
  • Stór og mikill "Peek-a-boo" gluggi.
  • Fimm punkta öryggisbelti.
  • Stillanlegur fótaskemill (tvær stillingar).
  • OEKO-TEX® efni sem hentar börnum einstaklega vel.
  • Hentar börnum frá fæðingu upp að 22 kg.

PIPA URBN bílstóll

Nýr og byltingarkenndur bílstóll frá NUNA. Pipa URBN festist beint í bílinn með isofix án þess að þurfa base en einnig er hægt að festa hann með bílbeltinu.

  • Fyrir 0 - 13 kg. (ca. 0 - 15 mánaða)

  • Öryggisstaðall UN R129/02 (i-Size).
  • 3 punkta öryggisbelti og öflug innbyggð hliðarvörn

  • Ungbarnainnlegg úr merino ull, sem hægt er að þvo og veitir ákjóstanlegt hita- og rakastig fyrir barnið.

  • Memory Foam í höfuðpúða fyrir hámarks þægindi

  • Hægt að taka ungbarnainnlegg úr þegar barn stækkar

  • Klassískur NUNA skermur með stóru "Skydrapes" skyggni.

  • Hægt að nota með öllum NUNA kerrum.

Þú gætir haft áhuga á